Glaðningur fyrir starfsfólkið þitt
Óskaskrín er kjörin leið til að gleðja starfsfólkið. Á tímum sem þessum er líka full ástæða til þess enda fjölmargir sem hafa staðið sig óhemju vel til að láta hlutina ganga upp, jafnt í stofnunum sem fyrirtækjum.
Óvæntur glaðningur sýnir að stjórnendur fyrirtækisins leggja sig fram um að gleðja og veita umbun fyrir vel unnin störf. Óskaskrín býður upp á marga fjölbreytta möguleika. Upplifun sem getur snúist um allt frá bröns eða dekurstund upp í helgargistingu á hóteli eða spennandi útivist.
Hvatagjöf, tækifærisgjöf, jólagjöf eða þakklætisgjöf
Það er svo mismunandi hvað hentar fólki, en það er einmitt kosturinn við Óskaskrín. Til að sýna þakklæti sitt í verki eða örva fólk til dáða er Óskaskrín þess vegna kjörin tækifærisgjöf eða hvatagjöf til að lyfta gleðinni eða til að sýna þakklæti. Hægt er að sérmerkja Óskaskrínið með merki fyrirtækisins eða vörumerki eftir óskum.