Í lok árs 2016 gáfum við út fjórar nýjar útgáfur af Óskaskrínum. Þessi Óskaskrín heita Útivist, Námskeið, Eðal Dekur og Glaðningur fyrir tvo.
En á sama tíma beyttum við útlitinu á öskjunum okkar töluvert og erum bara ansi ánægð með hvernig til tókst. Þessi breyting gerir okkur til dæmis mögulegt að setja saman pakka sem eru sérhannaðir fyrir ákveðna hópa eða fyrirtæki, til dæmis jólagjafir.
Endilega hafið samband við okkur til þess að fá nánari upplýsingar.
Óskaskrín er kærkomin nýjung á sviði gjafavöru á Íslandi, byggð á hugmynd sem slegið hefur í gegn um allan heim. Með Óskaskríni gefurðu upplifanir í stað hluta og það sem meira er, þú gefur viðtakandanum færi á að velja sína uppáhalds upplifun úr fjölda freistandi möguleika sem leynast í hverju boxi.