Hraukbeð byggir á hugmyndafræði vistræktar (Permaculture). Þau eru rakaheldin og næringarrík ræktunarbeð. Bolviður og greinar neðst og jarðvegur, molta og skítur ofan á. Öflugt jarðvegslíf örvera, sveppa og ánamaðka skilar næringu til plantnanna og í beðinu er jafn raki. Uppskeran verður um 20% meiri en í hefðbundinni beðræktun.
Námskeiðið er 3 klst í staðnámi eða 90 mín í fjarnámi. Boðið er upp á léttar veitingar og vönduð námsgögn fylgja.
Gildir fyrir einn í staðnámi eða tvo í fjarnámi.
Upplifunin er hluti af Námskeið Óskaskríninu
Kennari: Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins.
Sumarhúsið og Garðurinn
Fossheiði 1
Selfossi
Best er að hafa samband varðandi næstu námskeið.