Þessi sérstaka húðmeðferð byggist á ákveðnum efnafræðilögmálum og nýtur einkaleyfisverndar hjá þeim snyrtistofum sem bjóða upp á slíkar meðferðir víðsvegar um heiminn. Í meðferðinni er unnið með oxun þar sem neikvæðar jónir eru nýttar úr andrúmsloftinu. Þannig er er hægt að nota það súrefni sem fyrir er, leiða það inn í hjálminn og enginn þörf er þá á öðrum súrefnisbyrgðum. Orkan er s.s. leidd inn í höfuðhlífina sem virkar eins og oxunarhjúpur utan um andlitið. Þannig nær hún að vinna sér leið inn undir húðina og örva sellulósaskiptin sem eru nauðsynleg til að húðin geti gegnt sínum hlutverkum sjálf eins og uppbyggingu, hreinsun, viðhaldi, stinningu og styrkingu. Á meðan meðferðaraðilinn andar orkunni að sér í gegnum munn og nef nýtist súrefnisflæðið einnig öllum líffærum og ekki síst heilanum. Þar sem engin aukaefni eru nýtt í meðferðinni er hún því fullkomlega náttúruleg.
Upplifunin er hluti af Askja Óskaskríninu
Þessi meðferð hentar fullkomlega fyrir þá sem gera háar kröfur til yngingarmeðferða og þeim sem samstundis vilja sjá og finna árangurinn. Meðferðin er bylting í yngingarmeðferðum og fer fram á meðan fólk slakar á undir hlýju teppi í notalegu umhverfi.
Eitt skipti í súrefnishjálminum tekur 30 mínútur og mjög vinsælt er að nota hjálminn samhliða öðrum líkams- eða andlitsmeðferðum
Láttu fagfólk hjá snyrtistofunni Heilsu og Útlit sjá um þína húð. Hjá okkur eru allir faglærðir, með miklar viðurkenningar og ótal námskeið að baki.
Heilsa og Útlit
Hlíðasmári 17, 201 Kópavogur
Mánud - Fimmtud frá 9:00 - 18:00
Föstudaga frá 9:00 - 16:00
Sími: 562 - 6969
https://www.heilsaogutlit.is/
[email protected]