Skautahöllin Akureyri býður uppá frábæra hreyfingu fyrir alla fjölskylduna. Skautahöllin er opin almenningi um helgar frá byrjun september til lok apríl en einnig eru aukaopnanir eru í kringum stórhátíðir (jól og páska). Veitingarsalan er opinn á almenningstímum.
Upplifunin er hluti af Askja Óskaskríninu
Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta á sanngjörnu verði og fá lánaða hjálma án endurgjalds auk skerpingarþjónustu. Skautahöllin er einnig með sérútbúna sleða sem henta hreyfihömluðum.
Naustavegi 1
IS-600 Akureyri
Opnunartímar:
Föstudaga: 13-16
Laugardaga: 13-16
Sunnudaga: 13-16
Föstudagskvöld: 19-21 Skautadiskó
Hægt er að bóka tíma á skauta.is/boka eða senda póst á [email protected]
Skautahöllin er á rólegum stað í innbænum en fjölmörg söfn og áningarstaðir eru í næsta nágrenni. Skautahöllin var vígð árið 2000 en hún var algjör bylting fyrir skautaíþróttina á Akureyri og Skautafélag Akureyrar er í dag leiðandi á landsvísu í þeim íþróttum sem í Skautahöllinni eru stundaðar.