Opna - Velja - Njóta

Gildir fyrir 

Prufuköfun fyrir einn (3 klst)

Óskaskrín

Prufuköfun hjá Dive

Hefur þig alltaf langað að uppgötva leyndardóma undirdjúpanna? Hefurðu velt því fyrir þér hvort að köfun sé eitthvað fyrir þig? Prufuköfun veitir þér einstakt tækifæri til þess að prófa köfun með fagmanni í öruggu umhverfi.

Þú færð tækifæri að læra grundvallarfærni í köfun og þannig að draga fyrsta andann þinn í vatni. Prufuköfunin fer fram í sundlaug. Þetta er kjörið tækifæri til að prófa búnaðinn og sjá hvort að þetta sé eitthvað sem hentar þér.

Okkar frábæra starfsfólk er allt með hæstu PADI köfunarréttindi og drifið áfram af ást og virðingu fyrir íslenskri náttúru, undirdjúpunum og hvert öðru. Við erum þar að auki 5 stjörnu PADI köfunarmiðstöð en PADI eru virt köfunarsamtök og gefa út flest köfunarréttindi í heiminum.

Esjan - 12.900 kr.

Upplifunin er hluti af Esjan Óskaskríninu

Magn
 

Áhugavert

Innifalið:

  • Köfunarkennari
  • Ein Discover köfun
  • Allur nauðsynlegur köfunarbúnaður

Gott að vita

Vinsamlegast mætið með:

  • Sundföt
  • Stuttbuxur og bol sem má bleyta
  • Auka föt
  • Handklæði

Hvar

Sportköfunarskóli Íslands

Hólmaslóð 2

101 Reykjavík

Hvenær

Allt árið. Hafðu samband til að finna góðan tíma á [email protected]

 

Bókanir

Hafðu samband við að bóka tíma

[email protected]

s: 578-6200