Verndarhjúpurinn veitir alhliða vellíðan með því að sameina í einni og sömu meðferð virkni vöðvaspennu, innrauðra ljósa, heilnudds og ilmkjarnameðferða. Hann veitir slakandi og endurnærandi meðferð fyrir huga, líkama og sál. Framúrskarandi tækni sem hjálpar við að viðhalda kjörþyngd á meðan þú slappar af í gufu-nuddæfingartæki sem umvefur þig sem verndarhjúpur.
Í gufuhjúpnum er þægilegt flæði af heitri gufu sem dekrar við þig í þessum nýjasta verndarhjúp okkar. Meðferðin felur í sér náttúruleg hreinsun líkamans og hefur hvetjandi áhrif á rakaupptöku húðarinnar sem og sérstakra vítamína í vökvaformi sem blandað er við gufuna. Með því að nýta infrarauða orku og einstakt rakakerfi verndarhjúpsins kemst jafnvægi í rakastig líkamans og húðin verður silkimjúk, fersk, hrein og glóandi.
Upplifunin er hluti af Esjan Óskaskríninu
Verndarhjúpurinn er með marga mismunandi heilsufarslega ávinninga í einni og sömu meðferð. Meðal annars
- Brennir hitaeiningum - Eykur blóðrás - Eykur súrefnisupptöku - Eykur brennslu - Eykur hreyfigetu - Eykur liðleika - Er verkjalosandi - Endurmótar líkamann - Afeitrar - Endurnærir húðina - Kemur jafnvægi á kortisólmagn - Hjálpar við svefnleysi - Veitir húðinni raka - Hreinsar öndunarveginn
Í gufuhjúpnum er líkaminn er umvafinn ilmandi teppi sem hefur hvetjandi áhrif á vökva upptöku líkamans. Árangurinn lætur ekki á sér standa, húðin öðlast góðan raka, verður silkimjúk auk þess sem meðferðin “tónar” líkamann.
- Rakagefandi - Virkar sem einskonar djúpnæring á húðina - Fegrar og nærir húðina - Vítamínbúst fyrir allan líkamann - Endurnærir húðina - Gerir húðina silkimjúka og jafn hreina og á smábarni - Hjálpar við vökvalosun - Einstök heildræn meðferð - Hreinsar húðina á náttúrulegan máta - Óhreinindi fara út úr líkamanum í gegnum svitaholur - Mótar og tónar líkamann - Hraðar brennslu.
Vinsamlegast hafið meðferðis stórt handklæði, sundföt og vatnsbrúsa.
Heilsa og Útlit
Hlíðasmári 17, 201 Kópavogur
Mánud - Fimmtud frá 9:00 - 18:00
Föstudaga frá 9:00 - 16:00