Nauthóll er nútímalegur bistró þar sem áhersla er lögð á létt og skemmtilegt andrúmsloft. Metnaður okkar liggur í fersku, fjölbreyttu og vönduðu hráefni og allur matur er lagaður frá grunni. Við erum meðvituð um umhverfisvernd og sjálfbærni og kaupum allt sem hægt er beint frá býli.
Upplifunin er hluti af Glaðningur Óskaskríninu
Við erum stolt af því að vera fyrsta veitingahúsið á Íslandi sem fær Svansvottun. Með því að velja Svansmerkta vöru og þjónustu stuðlar þú að betra umhverfi og bættri heilsu, án þess þó að fórna gæðum.
Í Nauthólsvík er hægt að upplifa tengsl við náttúruna og sækja hreyfingu, hollan og góðan mat, menningu til að næra andann og síðast en ekki síst eiga góðar samverustundir með vinum og fjölskyldu.
Nauthóll er við ströndina í Nauthólsvík, í hlíðum Öskjuhlíðar.
Opið allt árið.
S. 599 6660 [email protected]