Búðu til ógleymanlegar minningar með myndatöku. Hjá Krissý ljósmyndastúdíó er boðið uppá allar tegundir af myndatökum. Bumbumyndir, ungbarna og barna myndir, fjölskyldumyndir, fermingamyndir og útskriftarmyndir. Bæði hægt að fá myndatökur úti og inni. Kristín Þorgeirsdóttir eða Krissý eins og hún er kölluð hefur rekið ljósmyndastúdíó frá því 2007. Krissý lauk sveinsprófi sem ljósmyndari 1993 í Reykjavík og BA prófi sem listaljósmyndari frá Arizona State University árið 2000.
Upplifunin er hluti af Esjan Óskaskríninu
Krissý elskar að taka ljósmyndir úti og er bæði í boði að hafa myndatökuna í stúdíóinu eða úti í náttúrunni. Eins er hún með sér útbúið stúdíó eingöngu fyrir ungbarnamyndatökur.
Ekki er hægt að nýta þessa inneign fyrir ungbarnamyndatöku.Mikilvægt er að panta tímanlega til að tryggja sér tíma. Ekki hægt að nota fleiri en eitt Óskaskrínskort fyrir hverja myndatöku.
Stúdíó er staðsett í Brautarholti 16 en einnig er hægt að bóka myndatöku utandyra eða á öðrum stöðum.
Tímasetningar eru eftir samkomulagi og breytilegar eftir aðstæðum.