Einstök meðferð þar sem gestir bera hreinan kísil á húðina og slaka á í 20 mínútur í sérhönnuðum leirgufuklefa. Hitastig klefans eykst jafnt og þétt og Eucalyptus olía í samblandi við heitar gufur spila stórt hlutverk í að stuðla að djúpri slökun.
Í lokin verður gufan að léttu regni sem skolar kísilinn af á mildan hátt. Meðferðin veitir húðinni heilbrigðan ljóma og fallegt yfirbragð.
Upplifunin er hluti af Kósý Kvöld Óskaskríninu
Hreyfing og Hreyfing Spa eru staðsett í nýju og glæsilegu húsnæði í Glæsibæ og bjóða upp á allt það besta sem völ er á hjá heilsuræktarstöðvum. Eitt af megin markmiðum Hreyfingar er að fræða fólk almennt um heilsurækt en það er tvímælalaust ávísun á betri árangur ef fólk þekkir undirstöðuatriðin varðandi næringu og viðhald eigin líkama
Hreyfing Álfheimum 74 (Glæsibæ), 104 Reykjavík