Sjóðheit skemmtun fyrir tvo á Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal, einu hraunsýningu heims þar sem rauðglóandi hraunið rennur inn í sýningarsalinn með tilheyrandi sjónarspili. Frábær blanda af fræðslu, innlifun, sögu og upplifun á heimsmælikvarða. Sannkölluð veisla fyrir skynfærin sem hefur fengið ótrúlegar viðtökur og dóma (sjá nánar á TripAdvisor, Google og Facebook).
Með því að nýta Óskaskrínið hjá Icelandic Lava Show færðu frábæran heildarpakka hjá Icelandic Lava Show fyrir tvo sem innifelur:
• aðgang á magnaða sýningu Icelandic Lava Show
• VIP túr á bak við tjöldin þar sem má sjá hvernig við bræðum hraunið og máta hraunbræðslubúnaðinn fyrir myndatöku
• súpa að eigin vali hjá okkar frábæra veitingaaðila
Upplifunin er hluti af Glaðningur Óskaskríninu
ICELANDIC LAVA SHOW
Víkurbraut 5,
870 Vík
Sími: 823 7777
[email protected]
www.icelandiclavashow.com
Opnunartími Icelandic Lava Show er aðeins breytilegur eftir árstíðum en við bjóðum upp á einn til fjóra sýningartíma flesta daga ársins.
Best er að sjá sýningartíma og panta miða á icelandiclavashow.com/tickets en einnig má senda okkur póst á [email protected] eða hringja í síma 823 7777.