Opna - Velja - Njóta

Gildir fyrir:

Hellaskoðun fyrir 2 fullorðna og 2 börn hjá Caves of Hella

Óskaskrín

Caves of Hella - hellaskoðun fyrir fjölskylduna

EINSTÖK OG SÖGULEG HELLAFERÐ Í HELLANA VIÐ HELLU

Hinir földu undirheimar Íslands. Upplifið einstakan ævintýraheim í hellaferð um Hellana við Hellu og heyrið söguna sem ekki hefur mátt segja um landnámið fyrir landnám.​Tólf fornir manngerðir hellar hafa fundist í landi Ægissíðu við Hellu og fjórir þeirra hafa nú verið opnaðir. Hellarnir eru friðlýstir og þeir sýndir með leiðsögn. Fjölskyldan á Ægissíðu vinnur að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands.

Gildir fyrir hellaskoðun í klukkustund fyrir 2 fullorðna og 2 börn hjá Caves of Hella 

 

 

Baula - 9.900 kr.

Upplifunin er hluti af Baula Óskaskríninu

Magn
 

Áhugavert

Í hellunum má t.d. finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti. Leyndardómur umlykur hellana og öldum saman hefur fólk velt fyrir sér hvort hellarnir séu gerðir af pöpum og hve gamlir þeir séu

Gott að vita

Fræðandi og heillandi afþreying sem hentar öllum aldri og í hvaða veðrum sem er. Hellarnir við Hellu eru staðsettir við þjóðveg 1 í aðeins um klukkutíma akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Gildir fyrir 2 fullorðna og 2 börn.

Hvar

Caves of Hella

Ægissíða 4

851 Hella 

ella, Iceland

Hvenær

 

Laugardagar kl :14:00

Bókanir

Bókanir fara fram í síma: 620-6100

[email protected]